Sálin hans Jóns míns - Sókrates (Þú og þeir) Lyrics

Lyrics Sókrates (Þú og þeir) - Sálin hans Jóns míns



Skuggar í skjóli nætur
Skjóta rótum sínum hér.
Farði og fjaðrahamur,
Allt svo framandi er.
Fyrirheit enginn á
Aðeins von eða þrá,
Svo á morgun er allt liðið hjá.
Sviti og sætur ilmur
Saman renna hér í eitt.
Skyrta úr leðurlíki
Getur lífinu breytt.
Fyirheit enginn á
Aðeins von eða þrá
Tíminn fellur í gleymskunnar dá.
Fyrirheit enginn á
Aðeins drauma og þrá
Svo á morgun er allt liðið hjá.
Hérna er allt sem hugurinn gæti girnst
og eðal guðaveigar.
Nóttin er ung
Og hún iðar í takt við þig.
Allt getur gerst
Og eflaust gerist það víst
Bara bruggið ef þú teygar.
Svo er svifið þöndum vængjum
Svo er svifið þöndum vængjum.
Sódóma, jeee
Sódóma, jeee
Holdið er hlaðið orku
Hafið yfir þína sýn.
Drjúpa af dimmum veggjum
Fleiri vessar og vín.
Fyrirheit enginn á
Aðeins von eða þrá
Lífið fellur í gleymskunnar
Fyrirheit enginn á
Aðeins drauma og þrá
Svo á morgun er allt liðið hjá.



Writer(s): Sverrir Stormsker


Sálin hans Jóns míns - Syngjandi Sveittir
Album Syngjandi Sveittir
date of release
29-10-2015




Attention! Feel free to leave feedback.