Daði Freyr - Seinni Tíma Vandamál (Áramótaskaupið 2017) Lyrics

Lyrics Seinni Tíma Vandamál (Áramótaskaupið 2017) - Daði Freyr




Ætli þau fatti að ég sé vitlaus
Og ég vit'ekki hver kosningarnar vann?
Ég kvíði, að vera alltaf svona kvíðin
Og það munu allir vita að ég ekkert kann.
Hvað ef þau kynnast nýjum manni
Sem er hávaxnari og myndarlegri en ég?
Bara einhver, sem er skapgóður og sanngjarn
Og miklu yngri og nettari en ég.
En ef ég eignast aldrei kærasta
Og allir fatta að þessi mynd hér
Er kannski ekki sú nákvæmasta
Af mér, á Tinder.
Hættið nú að velt'ykkur upp úr'essu
(Upp úr þessu)
því það verður ekki til neins.
(það verður ekki til neins)
Kannski er allt að fara í klessu
En það er seinni tíma vandamál.
Það verður engu breytt í kvöld.
En ef ég byrja aftur að drekka
Og ég segi eitthvað á internetinu
Sem fólki þykir tímaskekkja
Og ég verð smánaður af Twitter-liðinu.
Húðin mín pottþétt versna
því ég elska allt sem er piparhúðað.
Drekk Nocco og líka eina ferska
Og þá mun blóðsykurinn fara alveg í spað.
(Alveg í spað)
Hvað ef ég tek loks af skarið
Og bíð einhverjum á rómó deit
Og hvað ef ég fæ alltaf svarið:
"Nei-nei-nei-nei-nei-neeei"?
Hættið nú að velt'ykkur upp úr'essu
(Upp úr þessu)
því það verður ekki til neins.
(það verður ekki til neins)
Kannski er allt að fara í klessu
En það er seinni tíma vandamál.
Það verður engu breytt í kvöld.
Hættið nú að velt'ykkur upp úr'essu
(Upp úr þessu)
því það verður ekki til neins.
(það verður ekki til neins)
Kannski er allt að fara í klessu
En það er seinni tíma vandamál.
Það verður engu breytt í kvöld.





Attention! Feel free to leave feedback.