Ellen Kristjánsdóttir - Hærra minn Guð til þín Lyrics

Lyrics Hærra minn Guð til þín - Ellen Kristjánsdóttir



Hærra, minn Guð, til þín,
Hærra til þín,
Enda þótt öll kross
Upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín,: Hærra, minn Guð, til þín,:,:
Hærra til þín.
Villist ég vinum frá
Vegmóður einn,
Köld nóttin kringum mig,
Koddi minn steinn,
Heilög skal heimvon mín
.:,: Hærra, minn Guð, til þín,:,:
Hærra til þín.
Sofanda sýndu þá
Sólstigans braut
Upp í þitt eilífa
Alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín,: Hærra, minn Guð, til þín,:,:
Hærra til þín.
Árla ég aftur rís
Ungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
Glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung mín
Hefur mig, Guð, til þín,
Hærra, minn Guð, til þín,
Hærra til þín.
Lyfti mér langt í hæð
Lukkunnar hjól,
Hátt yfir stund og stað,
Stjörnur og sól,
Hljómi samt harpan mín:,: Hærra, minn Guð, til þín,:,:
Hærra til þín.



Writer(s): lowell mason


Ellen Kristjánsdóttir - Sálmar
Album Sálmar
date of release
11-11-2015




Attention! Feel free to leave feedback.