Samaris - Stofnar Falla Lyrics

Lyrics Stofnar Falla - Samaris



Stofnar falla
Stráin sölna. Stofnar falla.
Stormur dauðans næðir alla.
Ljóselskandi, langanþrungið
Lífið fyllir öll þau skörð,
Sækir fram í sigurvissu.
Svo er strítt um alla jörð.
Stríðsmenn falla. Hetjur hníga.
Hjaðningum er stefnt til víga.
Aldrei verður sæst á sakir.
Sækja og verjast herjum tveim
Sólskinsbörn og synir skuggans.
Svo er strítt um allan heim.
Tefld er drápskák tveggja herja,
Tvíefld sókn og reynt verja.
Öllu tjaldað: erfðaheimsku,
Afturhaldi, þræladygð
Móti þroskans sókn til sigurs.
Svo er strítt um alla byggð.
Fallinn er hann Fjögramaki,
Fyrr sem lyfti Grettistaki.
Þó hetja hnigi í valinn,
Hefjum merkið fram skal stefnt.
Syrgjum ei, en söfnum liði.
Svo skal góðra drengja hefnt.
Örn Arnarson (Magnús Stefánsson)



Writer(s): STEINTHORSSON THORDUR KARI, TRAD, AKADOTTIR JOFRIDUR


Samaris - Samaris
Album Samaris
date of release
30-08-2013




Attention! Feel free to leave feedback.