Svavar Knútur - Ölduslóð - Repainted Lyrics

Lyrics Ölduslóð - Repainted - Svavar Knútur



Ölduslóð, báruljóð
Bundin í orðum
Norðurglóð, geislaflóð
Gengum við forðum
Myndirnar svarthvítar
Og allt sem í þeim býr
Allt sem var og alls staðar
Er minningin um þig svo skýr
Myrkur sjór, mjúkur snjór
Mættumst í leyni
Stjörnukór, kuldaskór
Sátum á steini
Myndirnar svarthvítar
Og allt sem í þeim býr
Alls staðar og allt sem var
Er minningin um þig svo skýr
Loforðin týndust eitt og eitt
En draumarnir lifa enn
Þó allt breytt
Ölduslóð, báruljóð
Bundin í orðum
Norðurglóð, götu hljóð
Gengum við forðum



Writer(s): Svavar Knutur Kristinsson


Svavar Knútur - Ahoy! Side A
Album Ahoy! Side A
date of release
14-09-2018



Attention! Feel free to leave feedback.