Bubbi Morthens - Bíódagar Lyrics

Lyrics Bíódagar - Bubbi Morthens




Í myrkrinu bíður þín blóð og kross
Eða brosmildur Roy með gítar og hross
Og ærandi hávaði frá hundruðum barna
Sem hrópa á goðið bófinn er þarna.
Bíó dagar þeir lifa enn
Bíó dagar í hjörtunum smæla
Bíó dagar og ungir menn
Sem drekka í sig drauminn sinn sæla.
Sögur voru sagðar í sveitinni hans afa.
Sjónvarp á íslensku var draumur út í haga.
Draugar riðu um héruð, hrellandi fólk
Ghestar létu illa og beljur misstu mjólk.
Bíó dagar þeir lifa enn
Bíó dagar í hjörtunum smæla
Bíó dagar og ungir menn
Sem drekka í sig drauminn sinn sæla.
Kanasjónvarpið var ævintýraundur
En hetjan hét Lassý og var hundur.
Á glugganum glóði birtan blá
Og barnaskarinn á glugganum lá.
Bíó dagar þeir lifa enn
Bíó dagar í hjörtunum smæla
Bíó dagar og ungir menn
Sem drekka í sig drauminn sinn sæla.




Attention! Feel free to leave feedback.