Samaris - Hafið Lyrics

Lyrics Hafið - Samaris



Þú, haf! sem ber tímans og harmanna farg,
þú hugraun mér vekur,
í hjarta mér innst, þá þú brýzt um við bjarg,
það bergmála tekur.
Þinn niður er hryggur, þinn hljómur er sár,
Þú hrellir svo muna.
Og dimmur var ægir og dökk undir él
Var dynhamra-borgin,
Og þá datt á náttmyrkrið þögult sem hel
Og þungt eins og sorgin.
Við hafið eg sat fram á sævarbergs stall
Og út í drungann,
þar brimaldan stríða við ströndina svall
Og stundi svo þungan.
Og dimmur var ægir og dökk undir él
Var dynhamra-borgin,
Og þá datt á náttmyrkrið þögult sem hel
Og þungt eins og sorgin.
Við hafið eg sat fram á sævarbergs stall
Og út í drungann,
þar brimaldan stríða við ströndina svall
Og stundi svo þungan.



Writer(s): Thordur Steinthorsson, Jofridur Akadottir, Steingrimur Thorsteinsson


Samaris - Silkidrangar
Album Silkidrangar
date of release
05-05-2014




Attention! Feel free to leave feedback.