Svavar Knútur - Brot Lyrics

Lyrics Brot - Svavar Knútur



Engir stormar í nótt hafa mér sótt
Aldrei þessu vant
Ég hef gengið á skjön, allt mitt líf og plön
Liggja upp á kant
Og þó ég geti stundum reynt, sigla í lífinu beint
Sækir óreiðan
Fyllir hugann af hríð heimsins harða tíð
Finn engan felustað
ég í dag kannski stundarfrið?
Finn ég á þessum stað tímabundin grið, Eitt andartak
Ég hef hrakist um haf, sokkið á bólakaf
Siglt hjarta mínu í strand
Komist aftur á flot, fengið á sálina brot
Ekki ratað í land
Og þó stundum virðist ró, illa gengur þó
lægja öldurnar
Samt þá tilhugsun tel, tímans stytti upp él
Mér til lífsbjargar
ég í dag kannski stundarfrið
Finn ég á þessum stað tímabundin grið, Eitt andartak
ég í dag kannski stundarfrið?
Finn ég á þessum stað tímabundin grið?
Gæti ég í smá stund, verið eins og þið?
Eitt andartak, eitt andartak
Eitt andartak



Writer(s): Svavar Knútur Kristinsson


Svavar Knútur - Brot
Album Brot
date of release
01-01-2015




Attention! Feel free to leave feedback.