Valdimar - Ryðgaður Dans Lyrics

Lyrics Ryðgaður Dans - Valdimar



Ég veit ekki, hvað ég hef því þú ruglar í mér.
Eina stundina, ertu ljúf en svo aðra svo hrjúf.
Og hvað viltu sjá, viltu halda í það hálfkák sem er
á veðrinu hér, ekki kalt, ekki heitt, ekki neitt.
Ekki gott, ekki slæmt, ekki neitt.
En ég, þarf kannski líta í minn eigin barm,
Og sjá ég er ekki alltaf með opinn faðm.
Því það þarf tvo til dansa
Og svo tvo til stansa
Okkar ryðgaða dans.
Ég gefst ekki upp, hringi og spyr hvort þú hafir það gott.
Þú gefur ekkert upp, segjir "tja ég hef það ekki vont".
Og svo þögnin löng, tekur við virðist endalaus bið.
En kveð ég þig, líklega þá í síðasta sinn.
En ég, þarf kannski líta í minn eigin barm,
Og sjá ég er ekki alltaf með opinn faðm.
Því það þarf tvo til dansa
Og svo tvo til stansa
Okkar ryðgaða dans.
Því það þarf tvo til dansa
Og svo tvo til stansa
Okkar ryðgaða dans.



Writer(s): Valdimar Gudmundsson, Kristinn Evertsson, Asgeir Adalsteinsson, Hogni Thorsteinsson, Thorvaldur Halldorsson, Gudlaugur Mar Gudmundsson


Valdimar - Síminn+Spotify Session (Live from Vatnagarðar)




Attention! Feel free to leave feedback.