Jónas Ingimundarson feat. Hallveig Rúnarsdóttir & Hrönn Þráinsdóttir - Sumarnótt Lyrics

Lyrics Sumarnótt - Jónas Ingimundarson feat. Hallveig Rúnarsdóttir & Hrönn Þráinsdóttir



Meðan þögnin leikur á hörpu kvöldroðans
Og fjöllin speglast í bládýpi rökkurs, sem aldrei verður nótt
Siglir ástin yfir bárulausan sjó
Bíður ung kona við þaragróna vík og hlustar eftir blaki af árum
Meðan æðarkollan sefur með höfuð undir væng fer sól yfir höf
Vekur máf og kríu - er enn hrundið báti úr vör
Gripið hörðum höndum um hlumma
Árablöðin kyssa lygnan fjörð eins og hvítir vængir
Þá eru hlunnar dregnir undan flæði
Og beðið morguns og starfs, án þess gengið til hvílu



Writer(s): Jón Vör


Jónas Ingimundarson feat. Hallveig Rúnarsdóttir & Hrönn Þráinsdóttir - Með vorið í höndunum
Album Með vorið í höndunum
date of release
15-08-2022



Attention! Feel free to leave feedback.